Þetta var ekki einu sinni bóknám, þetta var verklegt, og þetta voru ekki einu sinni próf heldur verkefni sem hann átti að skila. Mig grunar að hér hafi engu öðru verið um að kenna en leti. Ég hlusta bara ekki á svona bull. Ef manni gengur illa í námi að þá biður maður um hjálp og reynir að leggja eitthvað á sig. Mér sýnist líka á viðhorfi hans í hverri einustu athugasemd sem hann sendir hingað inn að hann leggi ekki neinn gífurlegan metnað í sína vinnu.
Ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem reynir, sama hversu lélegur lokaárangurinn er. Aðalmálið er að leggja eitthvað á sig og reyna að bæta sig. Bóknám er vissulega ekki fyrir alla og það er verklegt ekki heldur. Það er ekki einu sinni allra að fara í nám og það er alls ekkert að því. Það er hins vegar eitthvað að þegar einstaklingur sendir hingað inn athugasemdir um lélegan námsárangur sinn á þann hátt sem hann gerði og heldur að fólk fari eitthvað að hrópa húrra fyrir því. Ég hef nákvæmlega enga samúð með leti.
Það er ekki eins og hann hafi skrifað: „Heyrðu, væri þér nú sama, ég var í alvörunni að reyna!“ Ég held hann geti alveg varið sig sjálfur.