Hmm, varð að kommenta á þetta.
Hef verið að fara yfir síðustu myndir á /hp, myndirnar sem hún sendir inn eru ekkert verri en hinar á áhugamálinu.
Og já, það sem getur verið augljóst fyrir einum er kannski ekki augljóst fyrir öðrum. Þó þú hafir séð eitthvað strax þýðir það ekki að allir í heiminum viti af því. Ég get ekki neitað því að mér finnst næstum allar tilgátur sem koma á áhugamálið fjarstæðukenndar, draumórar, kjánalegar eða augljósar. En það þýðir ekki að öllum finnist það. Ég persónulega skoða korkana sjaldan því ég rekst yfirleitt bara á augljósar spurningar eða eitthvað of draumórakennt fyrir minn smekk. En það hafa samt margir gaman að því að skoða þetta og koma með tilgátur og pæla í þessum hlutum og það er ekkert nema gott.
Varðandi það að hún sé ekki lamin nógu mikið heima hjá sér, ég sé ekki hvernig það kemur nokkru við. Ekkert nema leiðinlegt skítkast.
Ég rekst stundum á komment eftir Kiar sem pirra mig, en í guðanna bænum lærðu að leiða það hjá þér! Þú hefur t.d. látið miiikið verr á þessum þræði en hún.