Ég er nú bara í þannig aðstæðum að ég get ekki stokkið til og flutt í bæinn þegar mér sýnist
Alveg eins og ég get ekki stokkið út á land í hvert skipti sem ég vill mjólka kú eða vera í mengunarminna umhverfi. Lífið er ekki fullkomið.
Þetta kallast kannski frelsi fyrir þá sem búa þar sem Sirkus næst
Almennt séð getur þetta varla verið neitt annað en frelsi. 365 fjölmiðlar hafa það frelsi að senda út stöðina Sirkus á þeim svæðum sem þeim hentar best, þetta eru hinir frábæru kostir við frelsið. Mjög líklega vilja þeir kanna markaðinn og fjölga útsendingarstöðum ef það gengur vel með stöðina. En annars bara svo þú vitir það þá eru margir sem ná ekki Sirkus á höfuðborgarsvæðinu, allir þeir sem eru með sjónvarpstengingu í gegnum breiðbandið hjá Símanum. Held að það sé örugglega annar hver maður sem hefur ekki loftnet til þess að ná Sirkus. Meðal annars ég :/ (elska Smallville líka)
en eins og þættir sem maður hefur verið að fylgjast með eins og American Idol sem eru færðir allt í einu finnst mér ekki réttlátt.
Ekki spurning um hvort það sé réttlátt eða ekki. Spurning um markaðssetningu. Greinilega vilja þeir auka áhorfið á Sirkus með því að færa vinsæla þætti þangað yfir. Hver veit nema Smallville og American Idol eigi eftir að auka áhorfið það mikið að stöðin verði send út í öðrum landshlutum.
Ég get nú bara líkt því við það að maður væri að fylgjast með Lost á stöð1 og svo er allt í einu sería 2 færð á stöð sem næst ekki útum allt.
Já veistu þetta er frábært. Óvissan í okkar frjálsa samfélagi. Þú vilt kannski frekar búa í landi þar sem fasismi er ríkjandi og eina ríkisstöðin er örugg með að færa ekki sjónvarpsþætti? Rúv með heimildarþætti og fréttir hliðhollar stjórnvöldum í þá 2-3 tíma á dag sem er útsending.
Fólk sem býr í bænum sér kannski ekki óréttlætið í þessu en hinir gera það kannski.
Finnst frekar leiðinlegt að geta ekki séð Sirkus vegna hagsmuni Símanns. En svona er lífið maður fær ekki allt sem maður vill. Svo eru kostir og gallar við alla staði. T.d. er dýrast að kaupa húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, aumingja ég sem bý hérna og mun kaupa eftir 1-2 ár.
Sirkus er að sýna þetta frítt og það er það sem maður sækist eftir.
Aumingja þú að það sé brotið svona gróflega gegn þínum réttindum, að fá ekki að horfa á Smallville ókeypis. Prófaðu að senda 365 ljósvakamiðlum bréf, eða jafnvel mannréttindasamtökum ;) Svo getur þú líka alltaf sagt upp áskriftinni að Stöð 2 sem mótmæli.