Vægari sem vitið hefur meira… auga fyrir auga- tönn fyrir tönn… andstæður. við erum á 21. öldinni, svo að ég kalli nú á óðinn og þór, ekki 17. öld þar sem fólk hélt að ef kona öskraði við fæðingu þá væri hún norn! Biblían var skrifuð fyrir þúsundum ára, margt þar er fallegt en svo er annað sem stenst ekki lögmál samfélagsins í dag. Hávamál sem voru ort fyrir þúsund hefur meiri að geyma meiri visku og meira siðferði en er hér í samfélaginu yfir höfuð!
11. Byrði betri
ber-at maður brautu að
en sé mannvit mikið.
Vegnest verra
vegur-a hann velli að
en sé ofdrykkja öls.
26. Ósnotur maður
þykist allt vita,
ef hann á sér í vá veru.
Hitt-ki hann veit
hvað hann skal við kveða,
ef hans freista firar.
43. Vin sínum
skal maður vinur vera,
þeim og þess vin.
En óvinar síns
skyli engi maður
vinar vinur vera.
71. Haltur ríður hrossi,
hjörð rekur handarvanur,
daufur vegur og dugir.
Blindur er betri
en brenndur sé:
Nýtur manngi nás.
76. Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.