Ég var eitthvað að skoða á www.doktor.is og var að skoða umræður unglinga og ein stelpa skrifaði þetta sem ég ætla að setja hérna:
Sæl og blessuð..! Ég er 14 ára stelpa og það er samt soldið sem brennur á mér. Ég verð að láta þetta frá mér. Hvað er að gerast?
T.d. í Pakistan núna er vetur og fólk á ekki einu sinni húsaskjól. Einnig í Afríku og fátækum löndum á fólk ekki einu sinni hús. Þegar þú lest þetta finnst þér þetta ekki hræðilegt kannski. En ef þú virkilega setur þig í þeirra spor. Húsið þitt er farið og þú átt bara fötin sem þú ert í. Fátækt er hræðileg. Við Íslendingar könnumst ekki við það hræðilegasta sem fátæktin getur gert.
Við erum ein af ríkustu þjóðum heims.
Það er í alvörunni ekki sanngjarnt ef við eigum meira en nóg að borða og nóg af fötum og öllu sem við þurfum. Á meðan er fólk að svelta til dauða.
Það er okkar skylda að gefa þeim það sem við getum. Við getum gefið 1000 kall og kannski bjargað þannig lífi. Í staðinn fyiri að fara í bíó einu sinni er hægt að gefa þennan pening og virkilega glatt einhvern. Það þarf ekki meira. Mér finnst að þetta sé skylda okkar. Við erum svo heppin að eiga heima á Íslandi. Af hverju gefum við ekki? Hvað er það sem heldur aftan af okkur? Græðgi eða níska?
Mín fjölskylda er sjálf að gefa pening. Ef þið horfið á myndbandi með hjálpum þeim þá er sýnt hvað fólk á bágt. EF þið eruð manneskjurnar á myndunum, þá myndi ykkur ekki líða svo vel held ég. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að við gefum. En það er komið nóg af þessu.
Mengun. Þetta er hræðilegt líka. Við mengum hræðilega mikið. Að menga svona mikið er að drepa jörðina. Hún þolir ekki mikið meira. Þetta er eins og að drepa mömmu sina. Jörðin er mamma þín. Án hennar værir þú ekki til. Það er henni að þakka að þú situr þarna. Af hverju að eyðileggja? Af hverju taka þjóðirnar sig ekki á og virkilega vernda jörðina?
Ein sunnudagsútgáfa af New York Times er 63.000 tré!
Þannig að ég ætlaði bara að spryja..
Hvað er að gerast?
Vonandi vekur þetta ykkur til umhugsunar..
Kveðja, ein áhyggjufull.
Þetta er svo satt hjá henni!, og glögg er hún af 14 ára stelpu. Mynduð þið ekki fórna einni bíóferð fyrir eitt barn í Afríku t.d.? :)