Já, örugglega. Ástæðan fyrir því að ég spyr er sú að ég heyri oft talað um að fólk hafi metnað og gáfurnar til að skilja stærðfræði, en sýni lélegan árangur bara út af kennaranum. Mér finnst bara bara svo hæpið, ef þau hafa metnaðinn og gáfurnar, af hverju geta þau ekki notað sjálfhjálparbækur? Góðar sjálfhjálparbækur reikna með því að þú eigir í vandamálum og útskýra vandamál í skrefum, ef þú finnur ekki lausn á einum stað finnurðu hann annarstaðar. Oft eru vandamálin líka þess eðlis að maður þarf að leggja frá sér bókina í smá stund og byrja svo aftur (maður dettur stundum bara út af sporinu).
Ég bara stórlega efast um að góður kennari hafi svo dramartísk áhrif á einkunn. Ég gæti trúað einhverju svona ef að kennari er sagður lélegur og flest allir falli í faginu hjá honum, annars er þetta líklegast eitthvað meira en bara hann.