Ég er að læra sænsku, hef reyndar kunnað hana frá barnsaldri, en þetta er bara svipað og íslenskan.
Ég skil fullkomlega allan danskan texta sem ég les.
Ég skil líka mestallt þegar fólk talar dönsku.
Sænska er skynsamlegri, vegna þess að hún er töluð í Svíþjóð og hluta af Finnlandi. Svíar skilja allt sem Danir og Norðmenn segja ef þeir tala hægt. Miðað við mína reynslu skilja Danir sænskuna frekar illa.
Þar að auki er danskan orðin svo gegnumsýrð af enskuslettum og málfræðivillum í daglegu tali og meira að segja kennslubókum að þeirra tungumál mun ekki endast mikið lengur, held ég.
Ég tel líklegt að ég endi í námi í Svíþjóð, Skotlandi eða Þýskalandi. Ég efast stórlega um að ég fari í nám til Danmerkur. Þess vegna finnst mér danskan ekki skipta jafn miklu máli.
Annars finnst mér að spænska ætti að vera kennd í grunnskóla. Hún er töluð næstum því allstaðar.
En með frönskuna/þýskuna, þú getur alveg eins lært frönsku, já, en hún er mun erfiðari upp á stafsetningu og framburð orða. Mér finnst líka þýskan mun skemmtilegra tungumál.