Ja sumir eru að nefna Fields of Gold. Ég get tekið undir það að vissu marki. Það er mjög vinsælt í auglýsingabransanum að fá tónlistarmann til að taka þekkt lag sem þykir passa og “elta” það. Þá er svipaður hljómagangur og sami fílingur en lagið er samt aðeins öðruvísi en fyrirmyndin. Búið að “svitcha” hljómum/tónum eins og í einni bankaauglýsingu fyrir svona 2 árum þar sem var svona útgáfa af Weezer laginu “Island in the Sun”, þar var samt enginn texti.
Svo er eitt dæmi sem er svipað þessu hér og það er þegar TAL var á sínum tíma með auglýsingu þar sem manneskja með regnhlíf minnir mig gekk niður götu þar sem var mikið að gerast og þetta var svona svart hvítt. Lagið sem hljómaði undir var “elt” útgáfa af “Across the universe” með The Beatles. Eflaust muna margir eftir þessu.
Líklega er þeta lag í þessari auglýsingu sem sagt svona “elt” útgáfa af Sting laginu “Fields of Gold”. Ég fæ alla vega sama fíling frá þessu lagi.
ahh, enga fjandans undirskrift takk :)