Alltaf þegar ég þarf að taka leið 13, hvort sem það er á Hlemmi, Lækjartorgi, Kringlunni eða annarstaðar þá þarf ég alltaf að bíða í allavegana hálftíma eftir honum og lang oftast lengur en það. Það er frekar pirrandi og eiginlega bara tímasóun.
Gengur hann svona sjaldan eða er hann bara alltaf nýfarinn þegar ég kem? (og jafnvel þó svo sé þá ættu ekki að líða 30-50 mínútur þangað til sá næsti kemur, eða hvað!?)
Ég kann heldur ekkert á þetta nýja leiðarkerfi (nota strætó frekar sjaldan, labba oftast bara). Tekur því nokkuð að vera að læra á það? Þeir breyta því örugglega aftur í næsta mánuði hvort eð er. Urg.
