Mér datt í hug, eftir lestur á þræðinum hér að neðan, að einhverjir gætu haft áhuga á þessari grein.

Ég vil vekja athygli á því að þetta er ekki skrifað af einhverjum sveittum redneck í Arizona, heldur virtum ítölskum vísindamanni sem heitir Piero Scaruffi. Hann er talinn einn helsti fræðimaður í heimi á sviði vitsmunafræða og er frumkvöðull í gervigreindarrannsóknum. Hann var yfirmaður gervigreindarmiðstöðvarinnar í Californiu í mörg ár, hefur verið gestaprófessor við Harvard og fleiri virta skóla og hefur skrifað fjöldan allan af bókum og greinum um þau mál. Hann var frumkvöðull í internetblaðamennsku, hefur unnið átta stór verðlaun á Ítalíu fyrir ljóðabækur sínar, heldur úti einum stærsta gagnagrunni veraldar um tónlist og kvikmyndir og hefur gefið út margar bækur og skrifað ótal greinar um rokktónlist, klassíska tónlist og djass. Hann hefur auk þess setið í stjórn listatímaritsins Leonardo sem er gefið út af MIT háskólanum. Hann hefur ferðast til 100 landa í heiminum og heldur úti miklum gagnagrunni um ferðaupplýsingar og er meðlimur í ýmsum mannúðarsamtökum, m.a. Amnesty International. Með öðrum orðum: Þessi maður er enginn bjáni og eftir að hafa lesið ýmislegt sem hann hefur skrifað þá VEIT ég að hann er alls enginn þröngsýnn rasisti heldur lítur gagnrýnið á hlutina og myndar sér skoðanir eftir að hafa skoðað þær frá öllum hliðum.

That said, þá veit ég ekkert hvort ég er sjálfur sammála þessari grein. Ég hef alltaf litið svo á að fólki eigi að vera frjálst að trúa á það sem það vill og að það sé argasti fasismi að banna það og rasismi að líta niður á það. Þessi grein hefur hins vegar aðeins hrært í heilabúinu á mér. Hvað segiði um þetta?