[trúleysingjar eru enn fyrirlitnir og talnir hræsnarar fyrir það að vilja halda upp á jól, páska og ferma sig]
Ég er trúleysingi og ég held upp á jól, einkum vegna þess að þegar kristnir komu til landsins þá vildu þeir að ásatrúaðir tækju upp kristnitrú og eitt blót ásatrúaðra var á þessum tíma og kallaðist jól. Jólin voru upphaflega til að fagna hátíð ljóssins (Kristur er ekki ljósið í þessu tilfelli) því þennan dag byrjar að byrta aftur á norðlægum slóðum. Það ættu því ásatrúaðir að fyrirlíta og telja kristna hræsnara fyrir að halda jól.
Þar sem að við erum að tala um trúarbrögð, þá finnst mér að það ætti að nefna Kristinfræði í skólum. Hún er fáránleg, það er verið að neyða Kristni uppá trúleysingjana og meðlimi annara trúarflokka. Það ætti að kenna trúarbragðafræði í skólum sem almennt svið, ekki myndskreita Biblíuna og láta krakka lesa hana og gera verkefni uppúr henni. Það kom nú einmitt grein um þetta í Mogganum um daginn, man ekki eftir hvern, og hún var mjög góð. Fjallaði einmitt um þetta (sem ég nefndi).
Þriðji hluturinn er Borgarleg Ferming. Ég fermdi mig alls ekki enda mjög á móti henni (Borgarlegu fermingunni). Til hvers er hún? Til að falla inní hópinn? Til að fá gjafir? Nýja tölvu? Myndavél? Halda veislu? Alveg fáránlegt, til að læra um siðferði samfélagsins sagði mér einhver, hvaða bull er það!
Jæja, ég þarf að læra undir próf, vildi bara koma þessu útúr mér. Takk fyrir.
E.s. Ég elska að tala/rökræða um trúarbrögð/guð(i), því það er enginn heilagur sannleikur :P