Ég er ekkert hissa á því, þú skrifaðir korka um tvær umdeildustu hugmyndirnar sem ég hef séð lengi hér á Huga. Það eru og verða alltaf einhverjir sem styðja stríð,eins og þú, og, eins og þú, glæpi og gengi.
Svo eru og verða líka alltaf einhverjir sem styðja ekki stríð, eins og ég, og eru, eins og ég, á móti glæpum og gengjum.
Þessi klíkuskapur í þér, að vera eitthvað að þykjast vera svaka töff; “Hey, ég er í Cripz marr, ekki fokkast uppá mig!” er ekkert nema barnalegur og heimskulegur. Nefndu fyrir mig einn mann eða konu sem lifir góðu og öruggu lífi af glæpum.
Fyrir það fyrsta ganga klíkur út á það að framkvæma glæpi. Glæpir eru ólöglegir og þú getur lent í fangelsi fyrir að stunda þá. Það að lenda í fangelsi getur rústað lífi þínu, fyrst og fremst starfsferlinum. Það mun enginn góður vinnustaður taka við umsókn þar sem viðkomandi aðili hefur lent í fangelsi fyrir eitthvað mikið.
Þar að auki gagnast glæpir engum. Ekki þér heldur. Heldur þú að einhver vilji fast samband, til dæmis, með einhverjum glæpon út í bæ? Þegar þú stelur einhverju er einhver sem þarf að borga tjónið. Þegar þú vinnur skemmdir á einhverju þarft þú bara að borga meiri skatta.
Það að stunda glæpi er ekki, ég endurtek, ekki “kúl”.
Glæpir koma líka niður á skólastundun þinni. Ef þú ert ekki búinn að fara að minnsta kosti í gegnum menntaskóla færð þú ekkert nema starf niðri á næstu bensínstöð/sjoppu.
Ég nenni ekki að skrifa meira núna þar sem að ég hef trú á þér og því að þú munir vaxa upp úr þessum hálfvitastælum. Þú virðist nefnilega vera nokkuð gáfaður einstaklingur. Ekki láta það fara til spillis.