Treystu mér ég hef verið í smárabíói að sýna og þetta er tölvustýrt þar. Þegar maður er að þræða vélina þá velur maður svona step 1, step 2, á stafrænu stjórnborði á sýningarvélinni. Þá er þegar búið að stilla inn sýningatíman t.d. klukkan 8. Þegar maður er einnig að þræða er settur inn tími hvað hléið á að vera langt. Oftast 12 mín, má vera að sýningarmaðurinn hafi verið að flýta sér og valið bara 2 og gleymt 1 fyrir framan. Þegar tölvan startar svo aftur vélinni eftir hlé er lítil álflaga á hliðinni á filmunni sem rennur í gegn og slekkur ljósin. Af hverju þau hafa ekki slökknað veit ég ekki. Líklega stilling í tölvunni.
Smárabíó er eina bíóið á landinu sem er svona rosalega tölvustýrt. Í hinum bíóunum eins og álfabakka og öllu hinu þá þræðir maður bara vélina og svo þegar leiknar auglýsingar af skjávarpa eru búnar þá setur maður sjálfur í gang sýningarvélina, og á þeim vélum er takki sem hægt er að hafa uppi eða niðri sem þýðir hlé eða ekki og það er svona álflaga á filmunni þar og þegar hún rennur í gegn þá kemur hlé, og meira segja nokkrar álflögur á filmunni þá. Ein til að stoppa vélina, önnur til að kveikja ljósin o.s.frv. Og þær vélar fara ekki aftur í gang fyrr en sýningarmaður setur þær í gang. Enginn hlétími stilltur á þær enda ekki stafrænt stjórnborð á þeim.
Ef eitthver vill vita eitthvað um sýningarvélar bara hóa í mig ;)
Til gamans:
Mynd af sýningarvél eins og eru í smárabíó, frá fyrirtækinu Cinemeccanica. (Sama og nikkið mitt)