Þetta óöryggi er samt eiginlega of mikið þegar kemur að einstaklingunum sjálfum, þar að segja samkynhneigðum. Ég var einu sinni alltaf “skíthræddur” í kringum fólk með dökka húð, þorði hvorki að horfa í áttina til þeirra eða eins og ég væri viljandi að reyna að horfa í aðra átt. Þvílík hræðsla um hvert smáatriði vegna ótta um að þau teldu mig vera kynþáttahatara. Ætli maður fær þetta ekki beint í æð úr kvikmyndum frá Bandaríkjunum.
Málið er nefnilega að hommar (þekki ekki margar lessur svo ég veit ekki með þær) taka mjög fljótlega eftir því þegar gagnkynhneigðir eru með þetta óöryggi. Bara t.d. þegar ég og félagarnir endum í “straight partýum” þá endar oft umræðan um samkynhneigð okkar, þá þarf annar hver maður auðvitað að taka skýrt fram að engir fordómar séu á ferðinni. Svo er önnur hver stelpa að ganga á eftir manni eins og maður sé eitthvað celebrity, hommhækjur eru þær víst kallaðar og eru þær margar á Íslandi.
Held einmitt að það séu aðallega einstaklingar sem eru ekki vanir að umgangast samkynhneigða einstaklinga reglulega. En maður er ekkert að velta sér upp úr neinu af þessu, löngu orðinn vanur þessu. En ég er frekar viss um að flestir samkynhneigðir eru ekki fljótir að stökkva á þá niðurstöðu að einhver sé með fordóma gagnvart hommum. bara minnihluti sem oft er áberandi.