Nú eru það Svar eða Svar Tækni eða hvað sem þetta heitir sem eru með umboðið, og þeir eru bara í Reykjavík og ég bý útá landi. EN það vildi svo heppilega til að ég var akkúrat á leið til Reykjavíkur í 7 daga bara stuttu eftir slysið með tölvuna, svo ég hef samband við þá og þeir segjast geta farið yfir þetta áður en ég fer aftur.
Eg kem á mánududaginn síðastliðinn og fer með hana til þeirra, ekkert mál, þeir segja að þeir klári þetta fyrir helgi svo ég geti tekið hana með mér aftur heim. Núna hef ég ekkert heyrt í þeim svo ég hringi.. nei nei, þeir hafa bara alls ekkert skoðað hana, þrátt fyrir að hafa lofað að klára hana fyrir mig fyrir helgi.. djöfull þoli ég ekki svona fáranlega þjónustu, það getur ekki tekið langann tíma að meta hana.. plús það, að þeir sögðu þá að þeir ætluðu að líta á hana á mánudaginn (er samt ekki alveg að trúa því) og ég ætti að athuga bara í næstu viku.. ég ætla að hringja á þriðjudaginn og ég ætla ekki að búast við að það sé búið að líta á hana..
Endinlega segið mér, hafið þið reynslu af þjónustu hjá Svar Tækni? Endinlega deilið með mér..
Langaði svosem bara að koma þessu frá mér, þar sem ég er mjög pirraður á svona.. ég þarf vélina eiginlega fyrir næstu viku nefnilega.
Don't have a signature… Don't need a signature… Don't want a signature!