Ég hugsa að það sé í rauninni voða lítið sem bannar það svo lengi sem þið fáið að standa upp á milli tíma. Ekkert sem segir að þið þurfið að fá spes langt hlé á milli tíma, held ég.
Tja, ef að e-r kennari ætlar að láta þig sitja eftir án ástæðu skaltu bara spurja nákvæmlega af hverju þú þarft að sitja eftir og ef hann vill ekki svara þér ferð þú út, ef hann reynir að stoppa þig biddu þá um ástæðu og sestu aftur ef að það er eitthvað af viti sem að hann er að segja.
Ef þetta er í menntaskóla þá getur kennarinn ekki sagt þér hvað þú átt að gera. Hann getur rekið þig út og beðið þig um að sitja eftir, en þú ert þarna á þínum eigin vegum. Átt ekki að þurfa að sitja lengur nema að kennarinn hafi mjög gilda ástæðu til að halda þér gegn þínum eigin vilja.
Landslög hafa ekkert um eftirsetu að segja. Það eru aðeins skólareglur sem gilda um svona lagað og ég er nokkuð viss um að þar séu einhverstaðar tekin fram völd kennara.
Já Kennara er leyfilegt að halda nemendum eftir í tíma.
Hvet alla grunnskólanemendur um að kynna sjer stjórnsýslulög (lög nr.37.1993). Má finna þessi lög á vef alþingis eftir nr. og ári (althingi.is) Þar eru margar meginreglur sem stjórnvöld er bundinn af.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..