Ég er einmitt að skrifa bréf á spænsku núna, til fjölskyldu sem ég var hjá sem skiptinemi… Til hvers erum við að læra önnur tungumál? Það er ótrúlega gaman að kunna og getað talað tungumál sem ekki allir Íslendingar kunna, finnst þér það ekki? :) Ég held að þú eigir alveg eftir að nota málið, því ég gerði það t.d. fyrr en ég hélt. Ég var í ökuskóla og þar var mexíkóskur maður sem ég hjálpaði mikið. Það leiðinlega er að tungumál sem maður æfir sig ekki í gleymist fljótt, en þú getur t.d. horft á spænskar myndir, hlustað á spænska tónlist, fundið spænskumælandi pennavin og gert ýmislegt til þess að halda málinu við. Ef þú gleymir spænskunni myndi þetta 2gja ára nám vera til einskis.
Piensalo bien porque el Castellano es una lengua muy bonita :)