Þá ætti grunnurinn í mesta lagi vera kenndur í grunnskóla og svo búið. Þegar menn koma í menntaskóla á að mega velja hvort þeir vilja læra dönsku. Þá eru flestir komnir með hugmynd hvernig þeir vilja hátta sinni framtíð.
Ég flaug í gegnum mitt dönskunám og hef lítið að væla sjálfur, en ég veit að margir eiga i miklum erfileikum með námið, og því er mjög vafasamt hvort það fólk muni einvherntímann fara þangað í nám t.d.
Þessi rök tengsl við norðurlöndin eru orðin gömul finnst mér. Eins og þegar gamli Dönskukennarinn minn spurði þegar hún vissi að ég hafi verið í danmörku var að hve langur tími hafi liðið þangað til ég hafi byrjað að tala ensku í stað dönsku. Auðvitað var svarið örfáar mín. Ég reyndi ekki einusinni að tala dönsku, því það einfaldlega þarf ekki nema þegar fólk fer í framhaldsnám þangað.
Og þá ætti það að vera val, dönskunámið. En þetta er bara mín skoðun :)