Ég er í 8. og er í 10. bekkjar ensku. Ég mæti í tíma hjá 10. bekk og ég tek alltaf eftir því hvað þeir eru rosalega lélegir í málfræðinni.
Ég skil alveg hvað þú meinar, þetta kemur bara svo auðveldlega, maður veit bara hvernig maður á að segja allt.
En það er eitt vandamál. Þú veist kannski hvernig á að segja allt, en þú veist ekki af hverju þú átt að segja það þannig. Það er allavegana svoleiðis hjá mér.
Mér finnst aðallega pirrandi að þurfa að mæta í tíma með mínum bekk. Ég geri aldrei neitt annað þar en að lesa bækur (á ensku auðvitað).
Ef nýr nemandi kæmi í minn bekk mundi hann/hún líklegast halda að ég væri í sérkennslu eða eitthvað, því ég er aldrei að gera neitt.
En því miður verðum við að bíða fram á lok næstu annar til að klára enskuna. (og sænskuna fyrir mig)