Man þegar ég notaði alltaf vöfflujárn í gamla daga. Alvöru samlokugrillið okkar eyðilagðist þannig að við fórum bara að nota vöfflujárnið.. enduðum að nota þetta vöfflujárn þangað til við keyptum bæði nýtt samlokugrill og vöfflujárn.
Vinur minn sagði einu sinni þegar við vorum að grilla okkur samloku og hann sá ekki snúruna, þá sagði hann “Er þetta grill þráðlaust?” Ég er alltaf að rippa á honum fyrir þetta..
Í búðinni minn þá seljum við svona poka sem maður getur látið samlokurnar í og ristað :) Mér finnst það funky :) Ég á svona kusu grill.. nota það ekki oft, en það er krúttlegt!
Þessir samlokupokar, það koma góðar samlokur úr því, þó að osturinn sé ekki bráðnaður, en þeir verða svo skítugir að innan því ég nenni ekki að þrífa þá, allur þessi harði ostur *hrollur* Ég notaði þá nokkrum sinnum, en ég nennti aldrei að þrífa þá, grillið mitt er einfaldara í notkun og þrifalegra.
Lean Mean Fat Reducing Grilling Machine, frá George Foreman (“I'm so proud of it - I put my name on it”).
Ég búinn að stútera alveg hvernig ná má bestum árangri í samlokugerð í því. Þú einfaldlega tekur Heimilisbrauð frá Myllunni, skerð ost og setur skinku á milli tveggja brauða. Þú setur samlokuna 45° í miðað við rendurnar í grillinu. Grillið þarf að vera orðið heitt. Svo bíðuru þar til renndurnar eru orðnar gullbrúnar að lit. Þá er heimsins besta samloka reddí. :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..