Ég var á alveg sama máli og þú þegar ég var að læra dönskuna í grunnskóla og menntaskóla. En núna nokkrum árum síðar veit ég afhverju það var verið að reyna að kenna manni þetta.
Málið er einfaldlega að margir íslendingar, ef ekki flestir, þurfa einhverntíman um ævina að halda til norðurlandanna. Ef ekki þá þurfa flestir að eiga í samskiptum við aðra norðurlandabúa.
Staðreyndin er sú að um það bil 5% íslensku þjóðarinnar búa á norðurlöndunum. Það er án efa stærra hlutfall en fer til nokkurra annarra landa.
Ég komst að því undir lok menntaskóla að ég vildi gjarnan fara erlendis í háskólanám. Ég fann alveg frábæran skóla hérna í Danmörku (
http://www.dtu.dk). Þess má geta, að það eru um 200 íslendingar sem stunda nám við DTU og eflaust fleiri við KU (Københavns Universitet).
Í dag er staðan sú að ég sé eiginlega eftir því að hafa ekki reynt meira að læra dönskuna. Satt best að segja þá líkar mér eiginlega betur við Danmörku en Ísland. :)
Mín ráðlegging til ykkar er að læra norðurlandarmálin, því þau koma að mjög góðum notum síðar á lífsleiðinni. Hvort sem þið eruð í ferðalagi, námi, heimsókn eða einfaldlega að spjalla við okkar góðu nágranna. :)
kv,
Aquatopia