Eitt annað sem mig langar til að spyrja þig útí.
Hvernig getur Biskupin haft umboð guðs hér á jörð, eða nokkur maður hér á jörð?
Biblían er flókin bók, þar sem talað er í hring og hægt að laga að sýnum trúarlegu skoðunum, þó svo að hún sé byggð á sama grunni.
Elska skaltu náungan og enga aðra guði hafa osfr.
Ef meiri hluti þjóðarinnar vill að kirkjan heimili giftingu samkynhneigðra, þá finnst mér að kirkjan verði að heimila það. Þetta er okkar kirkja og lútar hún okkar heimssýn en við ekki hennar.
Þú ert auðvitað sann-trúað og ég tel mig ekki kristinn (þó svo að ég luti kristni siðfræði).
Þannig að ég hef auðvitað rangt fyrir mér, hommar fara til helvítis, ég þarf að svara fyrir syndir mínar og öðlast ekki fullkomna sálar ró fyrr en ég hef fundið guð.
Ég veit ekki hvort að guð sé til en eitt veit ég þó með vissu að ef helvíti er til þá vill ég gjarnan vera þar, með hinum svörtu sálunum.