- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!
[b] Vetur eða sumar? Hvort er málið?[/b]
Nú er hátindur jólamánaðarins, skítakuldi, frost og læti. Get ekki annað en á þessum mikla kuldtíma hugsað um sumarið með öllum sínum yl og hita. Þessir sælu dagar sem maður eyðir undir berum himni og björtu sólinni og fögrum fuglasöng. Á svoleiðis dögum er tilvalið að skella sér á rúntinn.. að njóta veðurblíðunar með góða tónlist í bakgrunninum. En þá versnar aldeilis í því, já því þegar á þjóðvegin er komið er ekki óalgengt að lenda fyrir aftan eitt stykki bíl sem keyrir hægara en allt sem hreyfist. Þarna er á ferð tvö öldruð hjón og hvað eru þau að gera?? Sjálfsagt að njóta veðurblíðunar eins og ég.. en þau eru að borða ís! Þoli ekki á sumrin þá virðist sem allt eldra fólk smala sér saman í sína fallegu bíla og kíkja út á götur landsins og fá sér ís.. sem leiðir til þess að það keyrir á hraða við snigil. Ég svei mér þá að stundum kæmust þeir hraðar en þetta blessaða fólk. Veit ekkert leiðinlegra en akkúrat þetta.. aldrað fólk sem ættu löngu verið hætt að keyra og er að éta í RÓLEGHEITUNUM á götunum. Fer alveg ofboðslega fyrir hjartað á mér. Þá er bara spurningin er ekki bara betra að kíkja á rúntin í skítakulda og í hálku heldur en á sólríkum sumardegi?? Hver veit?