Bensín er drullu eldfimt… punktur.
Það er mjög rokgjarnt efni, gufar upp við mjög lágt hitastig. Það er þessi uppgufun sem verður mjög eldfim.
Það er uppgufunin sem loginn kveikir í, þetta á við öll efni. það er misjafnt við hvaða hitastig þessi uppgufun á sér stað og fer það eftir gerð efnis….sem er annað mál.
OK, Ef þú drekkir eldspítu í bensínpolli, þá er eins líklegt að það slökkni á henni þar sem það er of sterk blanda af bensíni, en það þarf rétta blöndi bensíns og Súrefnis til þess að geta myndað bruna… semsé, loginn kafnar.
EN það er líklegra að þegar þú setur þessa logandi eldspítu að bensínpollinum, þá kveikir hún strax í þeirri uppgufun sem þar á sér stað (mundu að bensín gufar upp við lágt hitastig)
og þá um leið fer allt til fjandans…
Það er ekki að ástæðulausu sem við notum ALDREI bensín við æfingar hjá slökkviliðinu.. einfaldlega of vandmeðfarið og stórhættulegt þegar eldur kemst að því., því eins og flestir vita, þá brennur það mjög hratt.
Jandri Slökkviliðsmaður.