Það væri ekkert nema algjör heimska.
Þessi fuglaflensa er ekki eins hættuleg og það er í raun gert fyrir að hún sé. Auðvitað hefur hún dregið fólk til dauða, og enn meira af fuglum. En hugsið aðeins um fólkið sem er að smitast af fuglunum.
Dæmigert þriðjaheims heimili, væntanlega ekki meira en hús úr spítum. Smitaðir fuglar sem labba um heimilið, skíta útum allt og narta alveg örugglega í hluti sem fólkið þarna leggur sér til munns. Ef fólkið er síðan ekki að éta þessa smituðu fugla þá er það að handleika þá án þess að hugsa um hugsanlega smithættu, þ.e. ef það veit af henni.
Einn annar fróðleikur.. vitið þið hver hefðbundna aðferðin til að geyma ali fuglanna sem á að éta næsta dag? Það er skorið af þeim fæturnir og síðan er brotið vængina, svo að það sé nú ekki reynt að fljúga eitthvað í burtu, og þeir helst settir nálægt svefnstaðnum svo að fólkið sjái/heyri ef fuglinn skyldi gera eitthvað.