Eftir frekar misjafna spurningarkeppni 2 þá ákvað ég að senda þá þriðju inn.

Vill biðja alla að reyna ekki að nota leitarvélar við að finna svörin enn hvet þó sem flesta til þess að nýta heimildir einsog alfræðiorðabækur eða sögubækur ef þær eru til á heimilinu, vinnustað eða hvar sem hugarar eru að vafra.


Spurningar

1. Hver var sigurvegarinn í fyrstu American Idol keppnini ?
2. Hvað hét farþegi Spútnik 2 sem skotið var á loft 3 Nóvember 1957 ?
3. 7 Desember 1941 réðst eitt Öxulveldana á annað ríki, hvaða ríki var það sem var ráðist á, hverjir voru árásaraðilarnir og hvar átti árásin sér stað?
4 Hver samdi Animal Farm ?
5. Hver er höfuðborg Sviss ?
6. Hvernig er rúmmál sívalnings reiknað ?
7. Hvað eru mörg vindstig í fárviðri ?
8. Hvaða fastastjarna er nálægust Jörðini ?
9. Hvað hét fyrsta plata Britney Spears ?
10. Í hvaða afríska þjóðríki var George Weah að bjóða sig fram til forseta á dögunum ? ( Aukastig handa þeim sem geta svarað hvernig það ríki var stofnað)



Svör skulu sendast með einkaskilaboðum til mín og sigurvegari keppnarinnar verður tilkynntur á morgunn.


http://hugi.is/klassik/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=scoby
We are the hollow men