The Go! Team - Thunder, Lightning, Strike [-] Það er varla sungið í þessari hljómsveit líka, en þetta er fjörugari tónlist, ef þú ert þreyttur þá er gott að hlusta á þetta. - http://www.rjominn.is/reviews/show/45
„I'm constantly trying to better myself and further educate myself in any way…that doesn't involve reading.“
Enya er náttúrulega alveg sniðin fyrir prófalestur (og þar að auki er gott að hlusta á hana þegar manni er illt í maganum. Mæli eindregið með því að fólk láti á það reyna), Sigur Rós, Howard Shore soundtrackið úr LotR og svo bara klassíska. Dvořák er alltaf góður. :)
Ég hef prófað ýmislegt og komist að því að How The West Was Won með Led Zeppelin er ágætisdiskur fyrir slík tilfelli. Ég nefni hann sérstaklega því mig grunar að það hafi líka ýmislegt að segja að tónlistin er live.
Atom Heart Mother með Pink Floyd, heilar 23 mín án nokkurs skiljanlegs texta. Síðan náttúrulega önnur instrumental Pink Floyd lög til dæmis Saucerful of secrets, The Great Gig in the sky, Any Colour you like, on the run, Interstellar Overdrive, síðan mæli ég sterklega með snilldinni Pow R. Toc H. með Pink Floyd.
Hlusta ekki á tónlist ef ég er að læra undir próf.
Aftur á móti finnst mér finnst mér svaðalega gott að hafa rólega tónlist í bakgrunni þegar ég er ýmist nuddi eða andlitssnyrtingu, en þá er plöturnar með Friðriki Karlssyni í miklu uppáhaldi. Góðir slökunardiskar.
ég hlusta á doors bob dylan vanalega þegar ég er að læra fyrir próf og reyni að nýta það sem hjálp í minnistækni og hlusta á ákveðin lög í ákveðnum köflum og reyni að tengja lögin við ákveðið viðfangsefni
hefur virkað alveg ótrúlega vel þegar ég nenni að læra
svo er planið að bæta sufjan stevens á þennan lista í á
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..