Þú getur auðveldlega skaðað aðra með flugeldum, einkabílum, eldhúshnífum… Svo eins og ég sagði er áfengi eitt af verstu fíkniefnum þegar kemur að ofbeldishneigð, ef ekki versta. Ber einstaklingurinn samt ekki ábyrgðina á endanum? Ég dett oft í það og hef aldrei lent í slagsmálum niðri í bæ, ég hefa líka farið spíttaður niður í bæ og hef enga tilhneigingu til þess að berja fólk. Þú bannar ekki eftir fordómum, hvort sem það er að eiga einkabíl, drekka áfengi eða taka inn amfetamín.
En það er svo auðvelt að vilja banna eitthvað ef maður notar það ekki sjálfur og sér eingöngu öfgadæmi í fjölmiðlum. Einn spíttaður dópsali flippar í bænum og fjallað er um ofbeldið háns ítarlega án þess að nefna það að 20 ofbeldismál vega ölvunar voru sama kvöldið. Nú þegar eru flestir sem nota dóp að gera það að mestu í heimahúsum. Að maður geti verið böstaður er ekki aðal ástæðan. Heimahús er bara mikið skemmtilegra og þægilegra umhverfi fyrir slíka neyslu, auk þess að maður finnur fyrir meira öryggi. Svo mega skemmtistaðir alveg banna slíka neyslu ef eigendur þeirra kjósa það.
En þar sem áfengi er versta ofbeldisfíkniefnið þá hef ég ekki trú á að ástandið breytist. Meirihluti fíkniefna auka ekki ofbeldishneigð, flestir minnka drykkjuna þegar fleiri valmöguleikar eru komnir. Ég hvet þig til þess að rannsaka málið aðeins betur og átta þig á því að áróður stjórnvalda er ekki heilagur sannleikur, ásamt því að við erum öll með fordóma. Ég var sjálfur með mikla fordóma gagnvart öðrum fíkniefnum en áfengi áður en ég prófaðu þau, mannlega eðlið að óttast það sem maður hefur ekki prófað. Sérstaklega þegar það er pólitísk rétthugsun að tala illa um það. Einu sinni var bjórinn bannaður og þá voru ýmsar dómsdagsspár sem ekki hafa ræst, þetta er nákvæmlega sami pakkinn að endurtaka sig með hin efnin. Ýmis rök gegn réttindum kvenna á sínum tíma voru þau að samfélagið gæti ekki starfað án þess að hafa slíkt skipulag á fjölskylduhlutverkum, jafnvel að mannkynið myndi deyja út ef konur gætu kosið önnur hlutverk en að hlaða upp börnum á heimilinu.
Glæpastarfsemi heimsins er að mestu leiti rekin með sölu á ólöglegum fíkniefnum. Áfengisbannið í Bandaríkjunum startaði vissri þróun sem nú þegar er í gangi, mafían varð stór og sterk með því að selja áfengi. Dópgengi undirheimanna eru ekkert annað en nútíma mafía heimsins.