Þú hefur aldrei búið útí sveit og veist ekki neitt um málin. Sirja mín, ég bara hata, og ég afsaka mig, ég hata þennan helvítis Reykjavíkurhroka í þér. Ekkert þú persónulega, þú veist það, en þú ert bara of mikið helvítis borgarbarn til að geta tjáð þig um þessi mál. Samkvæmt þinni skilgreiningu er allt Ísland nema lítill kjarni sveit. Sem er því miður ekki rétt. Þú hefur aldrei búið í dreifbýli og veist því miður ekki hvað dreifbýli er. Er ekki með þetta hundrað prósent hjá mér, en ég held að ekkert, skv. lögum, flokkist sem dreifbýli nema færri en 50 búi á staðnum. Það er eitthvað um 50. Allavega, hættu þessum helvítis stælum, þeir fara svo óóóóógeðslega í taugarnar á mér. Ekki þú, heldur Reykjavíkurisminn í þér. Ekkert skrítið að Ísland sé að fara til fjandans þegar margir hugsa eins og þú, samt ekki alveg eins, heldur þannig að landsbyggðin sé bara bakgarður fyrir höfuðborgarsvæðið sem geti dundað sér að snyrta hann eins og þeir vilja að vild.