Nei, það er rétt. Auðvitað, ef foreldrarnir eru ekki að sjá fyrir manni, þá þarf maður að gera það sjálfur. En ég er nú að tala um þessa krakka sem búa ennþá heima hjá sér, fá að borða þar og allt sem þau þurfa og eru svo kannski að eyða aukalega 20 þúsund á mánuði í föt, mat í skólanum, nammi og eitthvað annað sem þau þurfa ekki endilega. Vinna síðan eins og brjálæðingar með skólanum og ná þá oft ekki að sinna honum nógu vel. Það finnst mér óþarfi.