BYSSUM!!!
Ég varð þokkalega pirraður þegar ég las korkinn hér fyrir neðan í “hugmyndir” um byssu áhugamál, út af öllu fólkinu sem heldur að byssur séu bara til þess að drepa og skaða fólk! Sko, í gamla daga voru sverð og bogar alveg eins mikil drápstól eins og byssur nú til dags og nær annar hver maður gekk um vopnaður! (svona ekki alveg)
En ég skil alveg það að byssur eru kannski miklu hættulegri og auðveldara að gera einhver mistök með þær. En samt, t.d. í myndinni Sahara þegar konan var í brunninum og svo skaut hún manninn sem miðaði á aðalhetjuna (minnir mig), var í sjokki, starði á byssuna, nánar til tekið AKS-47, og henti henti svo frá sér! Það er náttúrulega skiljanlegt af hverju því hún var ekki vön að drepa dag eftir dag!
Hvað er með fólk að halda að byssur sé eitthvað ljótt og illt verkfæri sem eru bara ætlaðar til einhverra illra verk, sem þær hafa nú fengið vondann orðstýr gegnum tíðina.
Svo líka í mörgum ævintýramyndum þá er alltaf einhverjir heilagir hlutir eins og bara… “The holy dagger”, þó það sé nú ágætt og skiljanlegt en aldrei kannski “The holy pistol”, “The holy Desert Eagle”, “The holy bullet” svo ég taki nú sem dæmi en það væri kannski pínu fyndið verð ég nú að segja. En er ekki einhver heilög haglabyssa í myndinni “Constantine”?
Ok, bara varð að létta þessu af mér. Þið afsakið minn gríðarlegann byssuáhuga vonandi :)