Lesa standandi er eitthvað sem ekki klikkar, plús að þú lærir mun betur þannig, man ekki af hverju. Kók er alltaf skemmtilegt, og svo að læra ekki of lengi í einu, taka kannski 20-30 min í að lesa og taka svona 10-15 min pásu t.d. með því að spila á hljóðfæri, fá sér göngutúr, hjólatúr eða jafnvel skokka, ef maður verður ekki mjög þreyttur á því. Ekki venja þig á að borða í öllum pásum eða á meðan þú ert að læra, það endar bara með þyngdaraukningu. Mæli heldur ekki með því að vera í tölvunni á milli, frekar að gera eitthvað sem hvílir augun.
Ef þú tekur þetta með hléum er málið að læra alltaf pííínu lengur en þú getur, ef þú ert orðinn þreytt(ur) eftir 20 min að halda áfram í 10 min í viðbót, til þess að tíminn fari nú ekki alveg til spillis.