Á hverju byggir þú þessa “heildarmynd” þína?
Nú árið 2005 er dánartíðni minni en árið 2002 og efnahagurinn er stærri. Fátæk Afríkuríki gætu ekki gert slíkt þó það væri losað þau við einræðisherra, frelsarinn mydni sitja uppi með það að borga allt til eilífðar til að ná árangri.
Stjórnarskráin tekur gildi eftir 17 mánuði og svo er það hersetuliðið og Fyrirtækjarisar sem hefa völdin eins og augljóst er á uppbyggingu, fjárstreymi og hervaldi. Leppstjórnir eins og sú sem situr í Írak eru vel þekktar þegar kemur að hagsmunastefnu Bandaríkjanna á erlendri grundu.
Samt sem áður hefur landið lýðræðislega kosin stjórnvöld (ath að Sameinuðu Þjóðirnar og fleiri alþjóðleg samtök hafa viðurkennt kosningarnar). Stjórnvöld tóku við völdum landsins í byrjun ársins en fá áfram aðstoð bandamanna við varnir landsins þanga til þau taka við þeim, sem verður mjög líklega á næsta ári. Þó að bandamenn verði einhver ár í landinu eftir það þá má reikna með því að Íraskir hermenn verði í meirihluta strax á næsta ári ásamt því að sjá um völdin á öllum herstöðvum. Írösk stjórnvöld eru nú að semja um tímatöflu hvenær bandamenn eigi að vera farnir úr landinu.
Það segir sig sjálft að Íraskur her þjálfaður af Bandaríkjamönnum til að berjast við Íraka er ekki mjög lýðræðisleg þróun. Minnir um margt á nýlendustefnu sem nú er aftur komin í tísku.
Eru Bandaríkin ekki lýðræðisríki af því að hermenn voru í átökum við uppreisnarmenn í New Orleans? Íraski herinn vinnur fyrir Írösku þjóðina og stjórnvöld þar í landi, ekki til að vera í stríði fyrir hönd Bandaríkjamanna. Berjast gegn uppreisnarmönnum sem vilja fara gegn lýðræðislega kosnum stjórnvöldum með morðum á eigin þegnum, svo má ekki gleyma Al-qaeda meðlimum sem streyma með vopn frá Sýrlandi.
Það er heldur enginn vafi á því að Saddam átti engin efnavopn , hvað þá kjarnavopn, enda var þeim sem hann átti (Flest ef ekki öll komin frá hinu vafasama vopnasölubatteríi Bush og konungsins í Saudi arabíu) eytt eftir eyðimerkurstorm.
Ég var ekki að tala um gjöreyðingarvopn heldur almenna vopnaeign Íraka. Finnst þér það ekki skipta máli að meirihluti þeirra voru keypt frá Kína, Frakklandi og Rússlandi? Öll löndin voru á móti frelsun Íraks enda búin að græða fullt af einræði Saddams.
Viðskiptabannið var líka hugmynd BNA manna og Saddam er aðeins ákærður fyrir morð á um 170 manns….
Viðskiptabannið var samt sem áður í höndum Sameinuðu Þjóðanna sem hafa grætt marga milljarða dollara af oil-for-food ásamt ýmsum Evrópulöndum. Meðal annars Frakklandi og Þýskalandi sem voru aðal viðskiptalönd Íraks og fengu prósentu af olíusölunni (sem átti að borga fyrir mat og lyf en gerði það aldrei). Það var ábyrgð þeirra en ekki Bandaríkjamanna að fara rétt að þessu verkefni.
Saddam er ákærður fyrir eins mörg morð og er talið að sé örugglega nóg svo hann fái dauðadóm. Það hefur aldrei verið haldið því fram að hann verði kærður fyrir hvert einasta morð, enda myndi það taka lengri tíma en þessi gamli maður getur lifað áfram. Hundruðir þúsunda er algjör lágmark en mjög líklega eru þetta um 2 milljónir ef stríð og fjöldamorð eru bæði tekin inn í reikninginn. En já bara svo þú hafir allt á hreinu, Saddam Hussein var dæmdur til dauða í Írak árið 1960.
Evrópumenn ættu að skammast sín fyrir það að nota frelsun Íraks sem ástæðu fyrir skítkasti á Bandaríkjamenn. Þér er kannski skítsama um Írak en besti vinur minn er frá þessu landi, það hefur ekkert verið nema sorg og meiri sorg í þessu landi seinustu þrjá áratugina. Þó það séu svartir blettir við frelsunina þá er hún þess virði fyrir framtíðina. Þú þarft ekki að kyssa rassgatið á kananum en vinsamlegast reyndu að sjá þetta frá hlið Íraka.