Ég er orðinn rosalega þreyttur á því að reyna að skilja alltaf hvað konan mín meinar eða er að hugsa… ég á alltaf að vita svoleiðis. Er ekki hægt að fá leiðbeiningar með þeim. Alveg ótrúlega leiðinlegt að við karlmenn höfum alltaf rangt fyrir okkur! Ekki satt?
Í framhaldi af því sá ég soldið áhugavert á netinu sem ég þýddi og breytti. Það er það sem þið konur eigið að vita um okkur karlmennina.
30 Hlutir sem strákarnir viljum að þið vitið !!!
1. Við erum ekki allir eins miklir perrar og þið haldið (ég er það)
2. Alveg sama hvað ÞIÐ segið, okkur mun alltaf finnast ykkar fyrrverandi vera aumingi.
3. Okkur finnst alveg jafn gaman þegar þið kyssið og faðmið okkur líka.
4. Ekki fara alltaf að rífast við okkur þegar við segjum að þið lítið vel út eða eruð fallegar.
5. Ekki koma illa fram við okkur, það bítur ykkur bara í rassinn á endanum.
6. Við vitum að þið eruð fallegar, þess vegna erum við með ykkur. Við nennum ekki alltaf að vera að segja það.
7. Ekki fara tala um og lýsa blæðingunum nákvæmlega. Það hræðir okkur.
8. Ef þið eruð með krampa og við spyrjum ykkur hvað sé að… segið okkur bara að það sé sá tími mánaðarins og ekkert meira.
9. Ef ykkur líkaði virkilega vel við okkur mynduð þið láta okkur líða vel þegar við reynum að safna skeggi, hvort sem það eru bartar, yfirvaraskegg o.fl.
10. Við rökum EKKI á okkur fæturna, sættið ykkur bara við það.
11. ALDREI að spyrja okkur hvort þið megið prófa að farða okkur. Það er einfaldlega rangt.
12. Ekki veðja um okkur við vinkonur ykkar. Einhver vinkonan kjaftar alltaf á endanum.
13. Þegar þið spyrjið okkur hvort þið séuð feitar og við segjum nei… reynið að trúa okkur.
14. Okkur er nákvæmlega sama hvernig einhver úr Backstreet Boys, *NSYNC, 98 Degrees, eða öðrum hljómsveitum lítur út.
15. Við erum kannski ekki gífurlega nákvæmir þegar við stöndum og pissum en við getum þó staðið og pissað.
16. Þó svo að þið haldið að þið hafið alltaf rétt fyrir ykkur þýðir ekki að þið eigið ekki að biðjast afsökunar þegar þið hafið á endanum rangt fyrir ykkur.
17. Þið viljið að við gerum og segjum eitthvað fallegt við ykkur, en það væri mjög indælt ef þið gerðuð það sama einhvern tíman til baka. Við viljum líka vita að þið elskið okkur.
18. Við getum ekki alltaf verið uppátækjasamir á stundinni, reynið að hjálpa okkur við að skipuleggja eitthvað rómantískt einhvern tímann.
19. Ekki biðja okkur um að lemja einhvern fyrir ykkur þegar þið meinið það ekki, við gætum trúað ykkur í eitt skiptið og gert það.
20. Ekki lemja eða sparka í punginn á okkur bara til að sjá hvað við myndum segja. Það er bara ljótt (og vont).
21. Reynið bara að trúa okkur þegar við segjum að “gulu blettirnir” í kringum klósettið sé listaverk og við erum að reyna að komast í snertingu við okkar innri listamann.
22. Pamela Anderson er ekki lengur með gervi brjóst, en okkur líkar samt sem áður betur við ykkar. Trúa því.
23. Stærðin skiptir ekki máli, nema fyrir þá vitleysingana sem vilja ekki vera í sambandi. (skiljiði þennan?)
24. PMS er ekki afsökun.
25. Ef þið viljið að við setjum setuna niður þegar við erum búnir að pissa reynið þá að setja hana upp þegar þið eruð búnar. Jafnrétti people!!!!
26. Ekki vera að segja okkur alltaf hvað einhver af ykkar fyrrverandi er sætur. Það er ekki til að auka stemmninguna.
27. Reynið svo að muna að leiðin að hjarta mannsins er í gegnum magann með góðri máltíð, önnur leið er líka að … [ritskoðað]….
28. ALDREI að biðja okkur um að kyssa aðra stráka, þið eruð kannski svona nánar og rólegar innan um ykkar stelpu vini en fyrir okkur er það bara rangt ólöglegt samkvæmt karlalögunum.
29. Við vitum að við erum sóðar, elskum vín/bjór og viljum horfa á fótboltann. Hættið að reyna að breyta okkur og í guðanna bænum HÆTTIÐ AÐ RYKSUGA ÞEGAR VIÐ ERUM AÐ REYNA AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ UM HELGAR.
30. Og að lokum… við vitum að þú hefur EKKI alltaf rétt fyrir þér en við látum sem þú hafir alltaf rétt fyrir þér til að fá að [ritskoðað].