Segið mér hvað ykkur finnst.
Ég fór í bíó um daginn, í hléinu fór ég á wc (ég er kk) til að pissa eins og margir gera. Það var nærri því fullur salur og margir fóru á klósettið.
Þegar ég var að bíða eftir því að það losnaði pláss á pisseríinu tók ég eftir því að u.þ.b. 8 af hverjum 10 þvoðu sér ekki um hendurnar. Flestir skoðuðu sig bara eitthvað í speglinum og löguðu hárið, hinir gengu bara beint út.
Hvað er í gangi fólk??? Þvoið þið ykkur ekki um hendurnar í bíó? Langar manni svo eitthvað til að fara í salinn og koma við sætið eða arminn á sætinu.