Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég er enginn rosa aðdáandi neitt. Á Ágætis Byrjun og svo hef ég ekki keypt Takk því pabbi á hana.
Sko … manni er hálf orðavant. Framan af fannst manni þetta ágætt en það er líklega því ég var illa staðsettur langt vinstra megin. “Hoppípolla” kom og ég fékk allsvakalega gæsahúð enda eitt af þremur uppáhalds Sigur Rósar lögunum mínum. Þannig að ég ákvað að ég yrði að færa mig nær.
Svo var maður þarna og hver snilldin á fætur annarri kemur og ég hef aldrei verið eins einmana á ævinni. Langaði svo að hafa einhverja með mér. “Viðrar vel til loftárása” kom og ég mér fannst ég bara hálfvegis veðra að deigi, tilfinningaflóðið var svo rosalegt. Maður var bara með tárin í augunum meira og minna seinni helming tónleikanna.
Showið var rosalegt. Ég reyndar minnist þess ekki að hafa heyrt lag nr. 2 af ( ) disknum. Það er nú í topp 3 hjá mér. Ég skil ekki hvaðan þeir fá þennan guðlega kraft sem er í þessari tónlist. Eins og eitthvað æðra máttarvald hafi hafi gefið þeim eitthvað alveg spes.
Og þarna í lokalaginu sem mér skilst skv. Indie þarna uppi að heiti Popplagið og er nr. 8 af ( ) (diskur sem mér finnst í heildina leiðinlegur, þá sérstaklega seinni helmingurinn) það var all rosalegt og bara rokk eiginlega. Þvílík keyrsla og ljósashowið sem hafði verið mjög flott framan af náði hápunkti þarna þar sem þeir voru með svona tjald fyrir framan sig þannig að skuggamyndir vörpuðust vegna ljóss fyrir aftan þá (var líka í byrjun).
Þetta eru lang bestu tónleikar sem ég hef séð og hef ég séð margt, bæði hérlendis og erlendis. Það bara má ekki gerast að önnur 3 ár líði þangað til þeir spili næst og ég bara heimta að þeir spili aftur hér á næsta ári, t.d. um sumarið. Og í lokin vil ég bara vísa í Sigur Rós og segja TAKK.
ahh, enga fjandans undirskrift takk :)