Kuldi er til af því að sólin skín misjafnlega mikið á jörðina sökum möndulhalla hennar og snúningi hennar um sól. Einnig hefur staðsetning landsins nokkuð mikil áhrif á hitastigið. Ísland er frekar norðarlega á hnettinum og þessvegna er kaldara en ella.
Þar sem ég geri ráð fyrir því að þú sért að hvarta yfir kulda þá skal ég gefa þér skýringu á því af hverju svo kalt hefur verið. Norðlægar áttir hafa ríkt á landinu frá því um miðjan ágúst og valdið miklum kuldum og stillum sunnanlands á meðan mikið hefur snjóað fyrir norðan. September mánuður var svo kaldur að lít þarf aftur til ársins 1974 til þess að fá kaldari september mánuð. Október var líka mjög kaldur en ekki hefur mælst jafn kaldur október síðan 1998. Framanaf hefur nóvember verið frekar kaldur.
En hinsvegar var sumarið 2004 það hlýasta í manna minnum og féllu meira en 100 veðurmet í annarri viku ágústmánaðar þar á meðal 113 ára gamalt hitamet í Reykjavík þegar hitinn komst í 24,8°C 11. Ágúst. Einnig gerðist það að hitinn fór yfir 20 gráður fjóra daga í röð sem hefur ekki gerst áður.
En fyrst við lifum nú á Íslandi er í rauninni ekki hægt að gera greinamun á hita og kulda. Mesti hiti á Íslandi sem mælst hefur síðan mælingar hófust er 30,5°C á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. Lægsti hitinn er -38°C og mældist hann á Grímsstöðum og í Möðrudal á Öræfum 22. janúar 1918. Samhvæmt þessum gögnum þá munar bara 68,5°C á hæsta og lægsta hita sem mælst hefur á landinu. Hæsti hiti sem mælst hefur á jörðinni er 57,7°C. Sá hiti var mældur í Líbýu í Afríku þann 13. september 1922. Lægsti hiti sem mælst hefur á jörðinni mældist 89,2 gráður í Vostock II, 21. júlí 1983. Þarna er 146,9 gráðu munur sem er í rauninni nánast ekki neitt en samt helmingi meiri hitamismunur en mælst hefur á Íslandi.
Meðalhámarkshiti í Reykjavík er á bilinu f´ra 6 - 8 gráðum og meðallágmarkshitinn er 4 - 6 gráður. Þarna munar ekki nema tveimur gráðum sem flestir myndu álíta nánast ekki neinn munur.
Jörðin hefur reyndar cverið að hlýna, þá sérstaklega norðurskaut jarðar sem hefur hlýnað um 2° að meðaltali síðustu áratugi. Þetta er kort yfir aukningu koldíoxíðs í andrúmslofti jarðarinnar
http://www.vedur.is/athuganir/efnavoktun/index.html? Hitinn á jörðinni hækkar þegar koldíoxíð berst út í andrúmsloftið og eykur gróðurhúsaáhrif sem valda svo hlýnun jarðarinnar. Hérna er kort yfir það hvernig gróðurhúsaáhrifin virka
http://visindavefur.hi.is/myndir/grodurhusalofttegundir_1712.jpgEf gróðurhúsaáhrifin halda áfram að aukast svona mikið þá fer golfstraumurinn kannski að hægja á sér sem veldur þá miklum kuldum hérna á klakanum og landað yrði kannski óbyggilegt. Það kæmi jafnvel ísöld.
Ég vona að ég hafi svarað spurningu þinni þótt ég hafi kannski farið örlítið útfyrir efnið. Njóttu vel.