Engin afsökun. Auk þess að ef að gen hafa áhrif þá eru það mjög líklega bara takmörkuð áhrif. Ekki hefur verið fundið “áfengisgen” og mjög ólíklegt er að slíkt sé til. Hinsvegar er kannski “fíklagen” í okkur öllum sem hefur mismunandi form. Þar að segja hefur áhrif á hversu líkleg við erum á að verða háð áfengi, skyndibitamat, kynlífi, fjárhættuspili, tóbak, fíkniefnum… Í bland við umhverfi og geðrænt ástand. En ég tel mjög hættulegt að tala um “áfengisgen” löngu áður en slíkt hefur verið sannað. Auk þess að það hjálpar þessu fólki ekkert. Margir fíklar notfæra sér mikið að vera í hlutverki fórnarlambsins og það er ein af aðal ástæðunum af hverju margir komast upp með þennan lífsstíl ár eftir ár. Fólk verður að drullast til þess að taka ábyrgð á sínu eigin lífi, það er ekki endalaust hægt að gefa tækifæri upp á mögulegt “áfengisgen”.
Annars þekki ég nokkra alka og dópista, mín reynsla er sú að flestir ef ekki allir hafa lent í mjög alvarlegum lífsreynslum sem ýtti þeim út í sjálfseyðileggingarferlið. Við megum ekki vanmeta andlegu hliðina. Þetta er í raun aðal ástæðan af hverju ég er á móti almennri “fornvarnarfræðslu”. Alltaf er talið um góða barnið sem var svo óheppið að verða platað í að reykja hass, þá hófst ferlið sem “ekki var hægt að stöðva”. Mikilvægt sé að læsa þessa “vöndu menn” inni og koma í veg fyrir að efnin komist inn í landið. Efnin eru ekki að drepa neinn af fyrra bragði og enginn fæðist dópisti eða alki! Þetta er visst form af uppreisn og/eða sjálfseyðileggingu og við verðum að fara að einbeita okkur af rótinni frekar en efnunum sjálfum!