Ég skil ekki þetta hatur á Goth-urum… samkvæmt skilgreiningunni minni og þáttinum sem var á Stöð 1 um daginn um pönk þá er Pönk bara að vera á móti mainstream… Goth er þá pönk… og hatiði öll pönk ?
Ég hef ákveðið að líta ekki niður á neina tísku…ég segist ekki hata “fokkin helvítis hnakkana” eða “athyglissjúka Goth liðið”. Ég bara hugsa að fólk gerir það sem það vill og það er bara góður hlutur. Nema það skaði aðra á einhvern hátt.
Mér finnst bara óþarfi að vilja vera geðveikt harður og segjast “lemja næstum alla gothgaura sem ég sé þó ég hafi ekki hitt þá áður (kjeppin)”.. afhverju getur fólk ekki bara lifað í sátt og samlyndi við hvort annað ?
Langaði bara að koma þessu á framfæri eftir að hafa lesið mjög mikið um þessa hluti nýverið á huga. Þetta er btw mín skoðun og ég er viss um að hellingur af ykkur er ósammála..