Það sem ég hef meiri áhyggjur en leikjunum er netið. Krakkarnir eru svo mikið að skoða Huga og aðrar síður, og læra af þessum síðum afspyrnu slæma stafsetningu og málfræði. Þau venjast því að orðið “líta” sé með ý, og að orð eins og “alveg” séu með tveim l-um, og fleira. Veit samt ekki hvað væri hægt að gera í þessu annað en að banna fólki að setja efni á netið án þess að kunna íslensku. (ég er ekki viss um að það væri mjög góð hugmynd)
Ég finn til í augunum í hvert sinn sem ég sé einhvern skrifa lýta þegar þeir meina líta og allveg þegar þair meina alveg, og þegar einhver skrifar “það var spurt mig” en ekki ég var spurð, og svo framvegis. Það versta er að ég er hættur að taka eins mikið eftir þessu og áður, mér er farið að finnst þetta eðlilegt. *hrollur*