Þessi strengur er mjög góður, dýr og allra peninga virði, það eru bara þessir helvítis bændur með sína gafla og togarar sem virða ekki lögin, sem eru alltaf að slíta þennan elskulega streng, kemur ríkistjórninni ekkert við, kemur vodafóne né Simanum við.
Þótt við myndum leggja nýjan streng beint til bretlands, þá myndi örugglega einhver noijjara togari slíta hann pottþétt.
At 11:26 UTC today the fiber cable for Farice's landroute in Scotland failed close to Inverness. As often before the reason was that road contractors damaged the fiber cable.
Repairs are not ecpected to be finished until late this afternoon, even in the evening.
Það er ekki verið að tala um nýjann sæsteng þar reyndar. Það á að leggja á svæði annan streng til hliðar við Farice-1 um ákveðinn kafla í Skotlandi. Á þessum kafla hafa flestar bilanir orðið og verða þær vegna ýmissa framkvæmda og meira að segja er mikið vandamál með að rottur séu að naga strenginn í sundur.
Ég held að strengurinn hafi ekki slitnað oft ofaní sjónum.
Merkilegt hvað mikil fávissa virðist ríka um þessi mál hérna á Huga.
Málið með svona sæstrengi og náttúrulega landstrengi líka og ástæðan fyrir því að hann er alltaf að bila í Skotlandi er einföld.
Á Íslandi liggur strengurinn hringinn í kringum landið, svo ef hann fer í sundur á einum stað fer bara gagnaumferðin aðra leið og enginn tekur eftir neinu nema náttúrulega þeir sem vinna við að laga strenginn.
Í skotlandi er bara ein lína frá því þar sem strengurinn kemur í land og til Edinburgh. Verið er að vinna í að byggja annan streng frá Edinburgh til þess þar sem Farice kemur í land í Skotlandi sem mun leysa þetta vandamál á sama hátt og það er leyst hér á landi, þá ættum við að þurfa að vera einstaklega óheppinn til að missa sambandið.
Þyrftum að fá annan sæstreng til Bandaríkjanna. Þannig að jafnvel ef öll Evrópa þurkast út í kjarnorkustríði þá getum við haldið nettengingunni. Jafnvel þó strengurinn slitnar alveg þá getur maður treyst hinum sem er í annarri heimsálfu.
Gallinn núna er sá að þessi til Bandaríkjanna er ekki jafn góður. Við þyrftum að fá alveg eins streng þangað.
Samt auðvitað mjög dýrt. Ekki nema maður plati Grænlendinga í þetta með eða eitthvað. En er ekki hægt að fá skaðabætur frá Skotlandi? Þeir þurfa að taka sig á, maður á ekki að sitja þegjandi með lélega þjónustu. Ég efast um að þetta sé svona í flestum vestrænum löndum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..