Eitt orð, bara eins og nýmjólk eða nýbakað eins og þú nefndir; frekar en ný mjólk eða ný bakað. Ég heyrði samt fyrir stuttu talað um “nafnorðasýki”, sem einkennist af ofnotkun nafnorða (eitthvað með það að gera að íslenska er sagnorðamál). Ekki það að þá hefði maður frekar talað um ofnotkun á nafnorðum frekar en að búa þetta nafnorð til; nafnorðasýki. Ég veit ekki hvort mönnum þykir fallegra að segja nýlega málað frekar en nýmálað. Orðið nýmálað finnst ekki í ritmálaskrá og ég sé það heldur ekki í orðabók, þetta gæti bara verið ný-yrði eða ný-mæli ;)
Orðinu er samt oftast skeytt framan á miðað við ritmálaskrá:
nýyrðaskrípi
nýyrðasköpun
nýyrðasmiður
nýyrðasmíð
nýyrðasmíði
nýyrðastarf
nýyrðastefna
nýyrðasöfnun
nýyrðaútgáfa
nýyrðaþula
nýyrði
nýyrðingur
nýyrki
nýyrking
nýyrkja
nýyrkjustarf
nýyrktur
nýþakinn
nýþebanska
nýþekktur
nýþiðnaður
nýþiljaður
nýþjóðernishreyfing
nýþjóðernissinni
nýþolaður
nýþotinn
nýþresktur
nýþrifaður
nýþríhenda
nýþroskaður
nýþróaður
nýþrykktur
nýþveginn