Það ríkir ekki tjáningarfrelsi á Hugi.is
Ég skrifaði grein um Yoko Ono og John Lennon í gær. Sú grein var aldrei birt. Í staðinn fékk ég póst frá Árna R. Kjartanssyni frá simnet og bað hann mig um að skrifa aldrei svona grein aftur. Ég gagnrýndi þar Yoko og rödd hennar og óskaði þess að hún hefði frekar verið skotin í stað John. Ég er viss um að ég er ekki sú eina sem hugsar svona og ég var aðeins að reyna að fá umræður á stað. En nei, stóri bróðir í Simnet.is vildi ekki leyfa mér að notfæra mér rétt minn til tjáningarfrelsis. Ég hef skrifað honum póst og vænti svara innan skamms. Ég tel það skyldu mína að segja ykkur hvernig þetta mál fer því að ef ég get lent í þessu þá getur einhver annar gert það líka.