Var ég að álykta það? Nei.
Þeir sem eru góðir í rökfræði eiga auðvelt með að verja hvað sem er, hvað sem þeim dettur í hug eða hvað sem þeir gera. Getur örugglega komið með rök fyrir óendanlegri heimsku minni eftir að ég hef svarað.
Þegar kona er kannski óákveðin, óviss með sjálfa sig, er kannski komin með leið á kærastanum og ætlar að prófa sig áfram með nýjum manni á fylleríi, fer svo kannski með honum á afvikinn stað. Síðan kyssast þau aðeins, en hún fær bakþanka og vill ekki ríða honum. Hún segir: “Nei”. Hann er hinsvegar of graður til að hætta og nauðgar henni.
Það sem er rangt við þetta er t.d. að hér er traðkað á rétt hennar til eigin ákvarðana. Hún á að geta tekið sína ákvörðun og hefur lagalegan og siðferislegan rétt til að segja “nei” og fá hann þar með til að hætta, þar sem það er ekki hennar vilji að vera með í þessu athæfi.
Síðan hefur þetta einnig langvarandi sálfræðileg áhrif á fórnarlambið. Það hefur verið sannað með mörgum dæmum, ég held að nánast enginn þekki fórnarlamb nauðunar sem er ekki í algeru rusli eftir á. Þetta hefur stundum áhrif á getu manneskjunnar til vinnu, og oftar en ekki takmarkast allt félagslíf eftir á við að spila Ólsen Ólsen með allra nánustu vinum, eða eitthvað álíka.
Þarna hefur líf manneskjunnar gjörsamlega verið lagt í rúst fyrir stutta ánægju gerandans. Áhrifa nauðgunar gætir alla ævi. Nauðgarinn lendir oft í kröppu eftir á, þar sem nafn hans er oft þekkt og hann á þar með erfitt með að fá vinnu og eignast vini þar sem fólki býður oft við að fólk eins og hann eyðileggi líf þolandans.
Já, þar hefur tilfinningasemin áhrif á skynsemina, kannski er þetta hinn fínast vinnukraftur. Hinsvegar er það oft afsakanlegt, þar sem að næstum allir nauðgarar hafa heyrt af öðrum nauðgurum og hversu slæmt umtal þeir hafa fengið. En vegna tilfinningasemi þeirra, öðru nafni greddu, þá vörpuðu þeir allri skynsemi í burt og létu tilfinningarnar ná taki á sér og losuðu um þarfir sínar.