Þriðjungur Breta telur að konur sem verða fyrir nauðgun geti sjálfum sér um kennt að nokkru eða öllu leyti ef þær hafa daðrað við árásarmann sinn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Amnesty International sem eitt þúsund manns tóku þátt í. Fjórðungur álitur að þær konur sem eru ölvaðar eða klæddar í flegnum fatnaði beri hluta ábyrgðarinnar.

-Fréttablaðið 22.nóv 2005


Nú spyr ég, eru þetta bara Bretar? Halda Íslendingar nokkuð að svona sé málunum háttað?

Hvað finnst ykkur til dæmis?

Persónulega tel ég þetta eitt það fáránlegasta sem ég hef lesið.