Ég er aðeins með stúdentspróf. Það er skilyrði fyrir þennan skóla eða sambærilegt próf.
Skilyrði fyrir umsókn … hmm … þetta var mjög langt og strangt ferli þessi umsókn. Þetta byrjaði á símtali til skólans þar sem ég bað um mér yrði sent þau gögn sem ég þurfti á að halda. Ef ég man rétt var það einhvern tímann um haustið 2003.
Umsóknin var algert rugl. Ég þurfti að senda svo mikið af efni að það var fáránlegt. Það var æviágrip, hvað ég bjóst við af skólanum, hver var saga foreldra minna, einkunnaspjaldið frá menntó (á ensku að sjálfsögðu), tvö meðmælabréf (frá kennara og vinnuveitanda) og svo auðvitað formleg umsókn. Hins vegar þurfti ég að senda einkunnaspjaldið seinna því ég útskrifaðist í fyrravor, eftir að ég sendi umsóknina.
Fljótlega eftir útskrift fékk ég hringingu frá skólanum þar sem ég er beðinn um að koma í viðtal til Sviss, þau vilja fá að ræða við mig í persónu. Þannig að ég fór í ágúst í fyrra í viðtal og ræddi við skólastjórann. Í framhaldi af viðtalinu vildi skólastjórinn fá mig í inntökupróf. Ég fór í það próf í apríl á þessu ári og glansaði í gegnum það. Prófið var skipt niður á 2 daga, 8 tímar hvor dagur, í 8 liðum. Erfiðasta próf sem ég hef nokkurn tímann farið í.
Skólastjórinn sagði mér að honum væri það heiður að fá mig í skólann á þar næsta session (sem er árið 2007, þeir taka aðeins inn 4 nemendur á tveggja ára fresti). Venjulega tekur 4 vikur að fara yfir prófið og meta það. Auðvitað hjálpaði mér að ég var búinn með úrsmíðasamning þannig að ég kunni ágætlega mikið. Prófið var samt allt öðruvísi og miklu erfiðara en bæði ég og meistari minn voru búnir að áætla.
Þannig að þetta var eins og hálfs árs ferli allt í allt.
Ég veit að það sækja venjulega um 300 nemendur um skólavist, helmingurinn kemst í viðtal og aðeins 15-20 komast í inntökuprófið. Þannig að þetta var mikill sigur fyrir mig.
Hefurðu einhvern áhuga á úrsmíði?
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.