Það virðist einnig vera allt í lagi að Bandaríkjamenn sprengi saklausa borgara í loft upp - þeir fengu “ábendingu”. Ráðlegg þér að lesa bókina “Bóksalinn í Kabúl”, í einum kaflanum kemur ástandið hjá bandaríska hernum þar vel fram. Get ekki ímyndað mér að það sé mikið betra í Írak, þetta er sami her.
Jú jú, ég er ekki að segja að ástandið sé verra núna en fyrir innrásina. En það þarf ekkert endilega að réttlæta innrásina og hvernig að henni var staðið. Í fyrsta lagi hefur margoft komið fram - og verið sanna að ég best viti - að engin gereyðingarvopn var að finna í Írak. BNA hinsvegar hunsaði SÞ og réðst inn í landið í nafni frelsisins eða út af einhverri jafnfáránlegri ástæðu.
Í öðru lagi, hefurðu lesið bókina Animal Farm? Gæti eitthvað líkt atburðunum þar skeð í Írak? Betra fyrst en versnar og versnar þar sem vilji yfirvalda til að bæta hag borgara minnkar og minnkar eftir því sem möguleikinn á meira ríkidæmi fyrir stjórnina sjálfa kemur?
Það þarf ekkert endilega að vera að þetta betra ástand sé betra í sjálfu sér, hvað ef BNA hefði beðið með innrás og síðan hefðu BNA - þá með fleiri þjóðum og alvöruástæðu - ráðist inn í Írak og fengið meiri stuðning fólksins?
Að lokum vil ég taka fram að ég er ekki að alhæfa að neitt af því sem ég sagði gæti verið satt.