Stundum þoli ég ekki kisuna mína! Hún leyfir manni aldrei að halda á sér eða knúsa sig, og þá meina ég ALDREI.
Hún vill heldur aldrei koma til manns eða vera hjá manni, ef maður er til dæmis að lesa inni í herbergi, eða að horfa á sjónvarpið.
Einu skiptin sem hún kemur til manns og malar, er þegar maturinn hennar og/eða vatnið hennar er búið, og um leið og maður er búinn að gefa henni áfyllingu, þá hættir hún strax að mala, og rýkur eitthvað í burtu með rófuna upp í loftið.
Mamma segir okkur (s.s. mér og systkinum mínum) að þrífa kassann hennar, eða þá að hún láti lóga henni (þó að hún meini vissulega ekkert með því), og ég þríf alltaf kassann hennar, gef henni mat og vatn, hleypi henni út og er góð við hana. Hvað fær maður í staðinn? Bara bít og klór.
Stundum veit ég ekki af hverju ég stend í þessu kjaftæði.