ef einhver kemur fram á sjónarsviðið í dag og segist vera sonur guðs, og eigi að deyja fyrir syndir sínar, hann mundi gera einhver galdrabrögð jafnvel labba á vatni eða breyta vatni í vín, mundi enginn okkar falla á hné og tilbiðja hann,
David blaine, held hann heiti, getur gert ótrúlegustu hluti, en hann er ekki sonur guðs,
var Jesus ekki bara sjónhverfingarmaður sem notfærði sér fáfræði fólks og sagðist vera sonur guðs, meina hann var alinn upp sem gyðingur, og trúa þeir ekki á að messais þetta messias hitt, hlýtur að hafa hljómað spennadi fyrir hann að þykjast vera mezzias..
og segjum að kall komi og segjist hafa dundað sér upp á fjallið í 40 nætur og 40 daga og komi með steintöflur með boðorðum með sér, enginn mundi hlusta á hann… enda notuð hugmynd ;D
ég er ekki að mæla gegn því að trúa á guð, ég trúi á líf eftir dauðann, og trúi á að þó ég sjái ekki eitthvað getur það samt verið til staðar, en ég er samt á móti trúarbrögðum, eða allavega þeim sem eru 2 helstu, fólk verður svo æst að þó trúin boði gott þá fæst ekkert gott úr henni,
Jæja, segjum að guð skapaði heiminn og allt sem er í honum, hann hefur þá skapað áfengi og önnur eiturlyf, setti hann þetta hér til að við mundum EKKI nota þetta,
ok, tilgangur lífsins, er það að eignast fjöldskyldu, elska, vera elskaður, deyja og vera syrgður… líklegast, en fjandinn hvað þetta er gert okkur erfitt, hunderfitt að næla sér í ákjósanlega stúlku, hunderfitt að halda uppi heimili, sumir geta ekki einu sinni eignast börn, en þá er þó alltaf ættleiðing, sumir eru samkynhnegðir og mega ekki ættleiða, sumir fara of hratt um gleðinnar dyr og missa forræði yfir barninu sínu, ahh fokkit boring subject..
allavega í bibliunni er talað um að það hafi verið stríð á himnum, guð vs coolaðsti engillinn, engillinn var sem sagt öfundsjúkur og vildi ráða hann fór í stríð tapaði hann og hanns fylgimenn sendir niður og gerðir útlægir af himnaríki, engillinn kallast djöfullinn og sver að snúa öllu mannkyninu sem guð elskar svo mikið á móti honum, verð að segja að honum er að ganga ágætlega, er það þá djöflinum að kenna að ég trúi ekki á guð, er skynsemi og almenn rökhugsun þá djöfullinn, enginn deyr þó við að hugsa rökrétt, og ég meina krossfarar, unnu þeir á vegum drottins semsagt ? Þá er djöfullinn nú skömminni skárri kosturinn, kaþólskir prestar með sína öfughyggju, ég held í alvörunni að þetta sé öfugt, guð er hið vonda og djöfullinn að leiða okkur frá því vonda.
kannski er dauðinn bara það besta sem maður fær út úr þessu lífi, ætla allavega að vona að það verði skárra að vera dauður en að lifa… ætti ekki að teljast erfitt verk að gera betur um mann en þetta líf hefur gert, góða nótt.