Veistu…. ég hef nú yfirleitt sleppt því að svara þér hérna..
Kannski er það bara ímyndum í mér - en mér finnst þú einfaldlega bara alltaf vera sívælandi hérna.
Ég er ekkert að reyna að vera harður, svona fólk sem þarf alltaf að kenna einhverjum um í staðinn fyrir að koma hlutunum bara í lag, fer einfaldlega í taugarnar á mér.
Ef að routerinn bilar, router frá Símanum, er það þá ekki honum að kenna?
Þú sagðir nú áðan að þetta hefði gerst eftir að rafmagnsbilun - er þetta þá ekki Orkuveitunni að kenna?
Ertu búinn að hringja í þá?
-Kannski er útleiðsla einhversstaðar heima hjá þér og það er annaðhvort of mikill eða of lítill straumur að koma á Routerinn.
-Kannski skemmdir þú eitthvað í eitt skiptið sem þú kipptir bara einhverju úr sambandi til að reyna laga það - ertu búinn að lesa bæklinginn sem fylgdi með routerinum þínum - hvað má og hvað má ekki gera
-Er hann í geymdur þannig að hann fái ekki nóg loft? - er of heitt þar eða kannski of mikill raki?
-Kannski er splitterinn í veggnum þínum bilaður?
- Er sían orðin gömul?
- símalínan örugglega í lagi?
- Ef eitthvað símtæki heima hjá þér er bilað þá getur það truflað línuna hjá þér…
Þannig að NEI - ég ætla ekki að samþykkja þetta statement frá þér.
Ég get hinsvegar lofað þér því að hvað sem vandamálið er þá mun Síminn hjálpa þér að laga það.. þú þarft bara að sækja hjálpina til þeirra.