Ég einhvernveginn leyfi mér að efast um að það séu nokkur lög um það. Allavega er löggan alltaf viðstödd í réttunum og líka þegar safnið er rekið milli rétta, og svona helmingurinn af smalaliðinu er annaðhvort hálf-drukkinn eða vel drukkinn. Ég hef aldrei orðið vör við það að löggan sé mikið að sekta menn fyrir það. Varla væri ástæðan sú að þeir væru einfaldlega of margir (fyllibytturnar sko) því ég trúi ekki að löggan sleppi því að sekta drukkna bílstjóra ef það eru einfaldlega of margir saman? …..
Endilega finndu eitthvað þessu til stuðnings ef þú nennir, mér þætti áhugavert að hafa þetta á hreinu.